HönnunarMars – North Limited býður heim í Hannesarholt

  March 7, 2016

  North Limited HönnunarMars 2016 DesignMarch Hannesarholt

  Ég get ímyndað mér að líf flestra ef ekki allra íslenskra hönnuða sé á haus þessa dagana við að undirbúa HönnunarMars. Allavega hefur allt mitt líf undanfarið og öll mín orka farið í að undirbúa sýningu North Limited sem verður í Hannesarholti dagana 11.-13. mars. Það er alltaf svo ótrúlega skemmtilegt að undirbúa og halda svona sýningar og það verður svo margt spennandi í gangi, sýningar, opnanir, partý, viðburðir, DesignTalks o.fl. að þetta verður eins og 5 daga löng veisla! HönnunarMars er orðin hálfgerð uppskeruhátíð íslenskra hönnuða og hefur að mörgu leyti breytt sýn fólks á það hvað hönnun er og aukið gildi íslenskrar hönnunnar. Það er mikið af erlendu fólki sem kemur til landsins á þessa hátíð, bæði blaðamenn, aðrir hönnuðir, framleiðslufyrirtæki og aðrir svo það er alveg augljóst að HönnunarMars er að vekja mikla athygli útum allan heim.

  North Limited, sem samanstendur af Þórunni Hannesdóttur, Sigríði Hjaltdal og mér, mun sýna eins og áður sagði í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Opnunin verður 11. mars á milli kl. 18-21 en mun svo standa opin fram á sunnudag á milli kl. 11-17 alla daga. Þér er boðið að koma og sjá heildarlínu hópsins sýnda saman í allra fyrsta sinn, fá þér bjór með okkur (á opnuninni) hitta fleira skemmtilegt fólk og spjalla. 🙂


  I can imagine that the lives of almost all Icelandic designers are up side down these days preparing for DesignMarch, the Icelandic Design Festival. At least has my life and all my energy been focused on preparing the exhibition ofNorth Limited in Hannesarholt. It’s always so much fun at DesignMarch, exhibitions, openings, events, parties, DesignTalks and more that it turns into a 5-day long party! DesignMarch has really changed the way people think of Icelandic Design and increased it’s value, both in Iceland and abroad and it attracts both journalists, other designers, design brands and more so it’s obvious that this festival is starting to draw attention all around the world.

  North Limited will be exhibiting in Hannesarholt, Grundarstíg 10 in downtown Reykjavik. The formal opening will be on 11th March between 6 and 9 pm but the exhibition will be open until the 13th March between 11 am and 17 pm each day. If you are in Iceland you should stop by and see the whole product line of North Limited shown together for the first time.

   

   

 • Öskudags búningur | Guðrún Vald. blog

  Öskudags búningur

  Öskudagur er eftir nokkra daga og mér datt því í hug að taka saman nokkra af þeim búningum sem synir mínir hafa klæðst undanfarin ár. Þangað til í fyrra hafði ég aldrei keypt tilbúna búninga…

  February 4, 2016
 • Edited with Color Story | Guðrún Vald. blog

  Color Story myndvinnsluapp

  Eruð þið búin að prófa Color Story appið? Ég er algjör sökker fyrir nýjum öppum og sérstaklega ef þau tengjast myndvinnslu á einhvern hátt. Ég var búin að sjá þetta í App Store en þar sem…

  January 26, 2016
 • Letter Board by Letterfolk | Guðrún Vald. blog

  Stafaskilti frá Letterfolk

  -Eitt það flottasta sem ég hef séð lengi! Það hafa væntanlega allir tekið eftir því hvað alls konar texti er í mikilli tísku í innanhúss hönnun. Tilvitnanir tröllríða Instagram og Pinterest og stafrófsplaköt eru…

  January 20, 2016
 • Bedroom-Svefnherbergi | Gudrun Vald. blog

  Svefnherbergi tilbúið | Bedroom redecorated

  Var ég ekki búin að lofa því að sýna svefnherbergið þegar það væri loksins tilbúið? Ég skrifaði hérna um undirbúninginn fyrir breytingarnar, sem urðu svo töluvert meiri heldur en við ætluðum í upphafi. En…

  January 16, 2016
 • Dagbók fyrir 2016 - Bullet Journal | Guðrún Vald. blog

  Öðruvísi dagbók fyrir 2016

  Ég datt niður á þetta myndband um skipulagskerfi sem kallast Bullet Journal þegar ég var að leita mér að dagbók fyrir 2016. Mig vantaði bók þar sem ég gæti haft allt skipulag á einum stað;…

  January 8, 2016
 • Gefins 2016 Dagatal | Guðrún Vald. blog

  Gefins 2016 dagatal til að prenta

  Eruð þið búin að átta ykkur á því að það er alveg að koma 2016?! Ein vinkona mín var að segja mér frá því að hún væri ennþá með dagatal sem ég gerði fyrir…

  December 30, 2015
 • Jólakort frá Prentagram | Guðrún Vald. blog

  Langar þig í gjafabréf frá Prentagram?

  Eitt sem ég elska við hefðina að senda jólakort með mynd er að það gefur manni smá spark í rassinn að taka fleiri myndir. Ég er ekki búin að vera nógu dugleg að taka myndir á þessu ári,…

  December 18, 2015
 • Guðrún Vald. Opnunartilboð

  Guðrún Vald. vefverslunin er opin!!

  Má bjóða þér afslátt og fría heimsendingu á kertastjökunum mínum, Keili og Gíg? Loksins er vefverslunin mín opin á Guðrún Vald. og til að fagna þessum áfanga langar mig að gefa öllum á póstlista North Limited sérstakan vina…

  December 17, 2015
 • North Limited gjafaleikur

  Gjafaleikur North Limited

  Gjafaleikur: Við í North Limited ætlum að fagna aðventunni með því að gefa jólapakka fullan af íslenskri hönnun. Við ætlum að gefa einhverjum heppnum allar vörurnar á myndinni hér fyrir neðan. Það er til mikils að…

  December 11, 2015