Aðventukrans // Advent Wreath

  November 30, 2015

  Ég ákvað í fyrsta skipti að skella í einn sætan aðventukrans þetta árið. Undanfarin ár hef ég sett saman fjóra kertastjaka eftir sjálfa mig, annað hvort fjóra Gíga eða Keili og látið þar við sitja. Þeir eru jú auðvitað svo flottir að það er alveg nóg. 😉 En ég sá á Pinterest einhvern nota svona sæt mini jólatré í aðventuskreytingu og ég stóðst ekki að herma smá eftir, auðvitað með breytingum til að gera þetta mitt eigið. Ég ætlaði fyrst að panta trén á netinu en það var svo dýrt nema ég keypti 50 stk. pakka af ebay, sem er einum of mörg fyrir mig. Svo ég leitaði í alls konar búðum þangað til ég fann þau auðvitað í einni af minni uppáhalds, Söstrene Grene! Bambana hef ég átt í mörg ár en þeir eru frá Schleich, sem við strákarnir eru að safna enda eru þetta svo æðisleg dýr sem eru bæði raunveruleg og falleg. Þæfðu kúlurnar voru afgangur frá því ég kláraði loksins svona krans um daginn (tók ekki nema tvö heil ár!) og snjórinn er einfaldlega sykur. En það sem ekki sést er að ofan í glerskálinni, frá IKEA, er frauðkubbur sem ég keypti í Blómaval og er ætlaður í þurrar blómaskreytingar, í hann gat ég auðveldlega troðið kertunum svo þau standa stöðug.

  Þetta var s.s. mjög einfalt og tók enga stund þegar ég var komin með allt hráefnið. Mér finnst hann voða krúttlegur og strákarnir mínur voru ofsa hrifnir af hæfileikum mínum! 😉

  Aðventukrans | Advent Wreath | Guðrún Vald. blog


  I decided to make an advent wreath for the first time this year. For the past few years I’ve put together four candlesticks that I designed, either Gígur or Keilir, and called it a day. Of course they are so nice that it is fine! 😉 But I saw on Pinterest someone use one of these mini christmas trees for christmas decorations, so I couldn’t help making something similar, but still my own. I was going to order the trees online, but except for a 50 psc pack from ebay they were all too expensive to have shipped to Iceland. But I finally found them in one of my favorite stores, Söstrene Grene! The bambies I’ve had for years, they’re from Schleich. Me and the boys are collecting these cute and realistic animals. The woolen balls are leftover from when I finally finished making one of these wreaths and the snow is simply sugar. Under the sugar I used a styrofoam block that I got at a flower store and is for dry flower arrangements, and I just stuck the candles in the block to make them steady. The bowl is from IKEA

  So you see this was very simple to make and took very little time once I had all the materials I needed. I think it’s very cute and my sons were in awe of my skills! 😉

  Aðventukrans | Advent Wreath | Guðrún Vald. blog

 • Hand Lettering | Guðrún Vald. blog

  Hand lettering

  Mig hefur alltaf langað til þess að skrifa virkilega vel, geta skrifað fallega á umslög og pakka sem ég sendi en því miður beit ég það í mig sem unglingur að það væri rosa…

  November 24, 2015
 • Aðventukrans | Guðrún Vald. blog

  Aðventukransar // Advent wreath

  1. Multipin eftir Sebastian Bergne. Klevering. 2. Allas eftir Andreas Engesvik frá Iittala. 3. Negelstager repro. 4.500 kr. Snúran. 4. String kertastjaki frá Ferm Living. 19.900 kr. Hrím. 5. By Werth Belt. 9.900 kr. Snúran. 6. Luna frá Applicata. 13.600 -16.200 kr. Epal. 7. Four…

  November 13, 2015
 • Poppin | Guðrún Vald. blog

  Poppin – pop up your office!

  Ég trúi því ekki að ég hafi ekki ennþá skrifað eitthvað um skrifstofuvörurnar frá Poppin! Ég er nefninlega skipulagsfrík af bestu (verstu?) gerð og elska allt sem viðkemur flokkun og skipulagi og ritfangavöruverslanir hafa alltaf…

  October 30, 2015
 • North Limited - 100% Design | Guðrún Vald. blog

  After the show: North Limited at 100% Design

  Núna eru komnar þrjár vikur síðan ég kom heim frá London og ég er eiginlega ennþá að jafna mig. Þetta var æðislega gaman, hrikalega mikil vinna og endalaus lærdómur. Ég var s.s. í London…

  October 13, 2015
 • London

  London

  Núna eru bara örfáir dagar þangað til við stelpurnar í North Limited förum til London að sýna á 100% Design sýningunni, sem er hluti af London Design Festival. Rosalega hlakka ég óendanlega mikið til! Mestur…

  September 17, 2015
 • Tom Dixon Cube | Guðrún Vald. blog

  Cube Desk Tidy frá Tom Dixon

  Ótrúlegt en satt þá er ég ekki ein þeirra sem datt í koparæðið sem hefur verið að ganga yfir undanfarið. Eins og ég er nú veik fyrir mörgum tískubylgjunum í hönnunarheiminum. En þetta skrifstofusett,…

  September 11, 2015
 • Mapiful Reykjavik | Guðrún Vald. blog

  Mapiful

  Landakort eru búin að vera í tísku lengi núna og virðist ekkert lát vera á, enda geta þau verið alveg ótrúlega falleg og grafísk. Við erum með heimskort annars vegar og íslandskort hins vegar…

  September 8, 2015
 • North Limited | Guðrún Vald. blog

  North Limited + 100% Design London

  Undanfarið eitt og hálft ár hef ég og hönnuðirnir sem skipa Færid og Bybibi, verið að vinna saman undir nafninu North Limited. Þetta eru þrjú óháð vörumerki en við ákváðum að stofna þennan samstarfshóp til að m.a.…

  August 28, 2015