Öskudags búningur

  February 4, 2016

  Öskudagur er eftir nokkra daga og mér datt því í hug að taka saman nokkra af þeim búningum sem synir mínir hafa klæðst undanfarin ár. Þangað til í fyrra hafði ég aldrei keypt tilbúna búninga heldur lagt mikinn metnað í að gera þá sjálf eftir þeirra hugmyndum. En svo varð Torfi átta ára og þá var ekki lengur töff að vera í heimagerðum búning og það eina sem kom til greina var rándýr Batman búningur, sem er næfurþunnur og má ekki einu þvo. En miðað við þetta á ég ennþá nokkur ár eftir með Stíg til að leika okkur saman að hönnun og gerð öskudags búninga.

  Það er regla á mínu heimili að öskudags búningur má ekki breyta neinum í vondan kall og engin vopn eru leyfð hér! Ekki það að þeir hafi sýnt því mikinn áhuga heldur. Það er mjög gaman að fá þá með í að ákveða hvernig þeir geta verið klæddir og virkja þá í að þróun nýrra hugmynda að búningum og hvernig hægt er að framkvæma hugmyndirnar þeirra. Sumir búningar hafa verið auðveldir í framkvæmd og mjög ódýrir á meðan aðrir hafa kostað aðeins meiri vinnu og pening.

  1. Beinagrindin var gerð úr því sem við áttum til á heimilinu, við klipptum út bein úr hvítu felt efni og límdum á svartar sokkabuxur, bol og hanska og máluðum andlitið.
  2. Ofurhetjan sem horfir á sig í speglinum sést ekki alveg nógu vel. En ég klippti út augngrímu úr svörtu efni, Torfi var svo klæddur í rauðan bol og sokkabuxur og í svörtum nærbuxum utanyfir sokkabuxurnar. Ég prentaði svo út merkið úr Incredibles myndinni á svona pappír til að strauja á efni og straujaði framan á bolinn. Þetta var því mjög einfaldur Dash Incredibles búningur.
  3. Regnbogadrengurinn er sá öskudags búningur sem mest vinna hefur farið í á heimilinu og mestur peningur. En Torfi var ákveðinn í að vera ofurhetja með grímu og skikkju. Við teiknuðum því saman útlínur týpískrar ofurhetju og hann litaði hana og ákvað ofurkraftana. Þessi hetja átti að geta flogið og hjálpað öllum með allt! Raunverulegir ofurkraftar voru hins vegar ómæld orka og gleði. 😉 Ég tók þetta alla leið og mældi hann allan og teiknaði upp snið, keypti spandex efni í öllum regnbogans litum og settist til við að sauma. Svo fengum við lánuð naglalökk útum allan bæ til að fullkomna lúkkið!
  4. Rokkstjörnurnar voru mjög skemmtilegar og ódýrar í framkvæmd. Strákarnir áttu báðir gallabuxur, svarta hlíraboli og skyrtur, svo við þurftum bara að kaupa yfirvaraskegg, gervitattú og sólgleraugu. Auk þess föndruðum við saman rafmagnsgítara úr pappa og þeir máluðu þá í sínum uppáhalds litum. 

  Það þarf því ekki að vera svo erfitt að gera skemmtilega búninga sjálfur ef viljinn er fyrir hendi. Bara smá hugmyndaflug og sköpunargleði. 😉


  Ash Wednesday or “Öskudagur” in Icelandic is in a few days. I don’t know if this is the same in other countries but in Iceland this day is celebrated by kids who dress up in costumes and go around singing for treats and candy. In the old days people used to try to hang small bags (which were supposed to have ash in them) onto other people without them noticing. I remember making such bags as a kid and trying this, but I don’t think anybody does this anymore. Until last year I had made all the costumes for the boys myself. But then Torfi turned 8 and suddenly it wasn’t cool anymore to wear a homemade costume. The only thing that would do was a way too expensive Batman costume that was made of very thin material and can’t be washed! But I should have a few years left with Stígur to design and make costumes together.

  We have a rule in this house that no bad guy costumes and no weapons whatsoever! But really, they haven’t even shown interest in them anyway. It’s so much fun coming up with costume ideas with them and have them try and figure out ways to make their ideas work. Some costumes have been very easy to make and cheap while others have been more work.

  1. The skeleton was made from things we already had around the house. We cut bones from white felt and glued onto a black shirt, tights and gloves and painted his face.
  2. The superhero looking into the mirror is Dash Incredible. I cut out the eye mask from black fabric, dressed him in a red shirt and red tights with black underwear over the tights. I printed the Incredibles logo onto printable transfer paper and ironed it onto the shirt. Very easy and simple.
  3. The Rainboy was the costume that has cost the most and been the most work to make. Torfi was sure he wanted to be a superhero with a mask and a cape. So we drew the outlines of a typical superhero and he chose the colors and superpowers. He was supposed to be able to fly and help everyone with everything! The real powers were extreme joy and energy. 😉 I took this project all the way, measured him, made the pattern and went and bought spandex in all the colors available and started sewing. We then borrowed nailpolishes in different colors to complete the look!
  4. The rock stars were fun and easy to make. They had jeans, shirts and black sleeveless t-shirts so we only had to buy mustaches, fake tattoos and sunglasses. We also made guitars from cardboard that they painted in their favorite colors.  

  It doesn’t have to be hard to make your own costumes if you want to. Just some creative joy. :)


 • Edited with Color Story | Guðrún Vald. blog

  Color Story myndvinnsluapp

  Eruð þið búin að prófa Color Story appið? Ég er algjör sökker fyrir nýjum öppum og sérstaklega ef þau tengjast myndvinnslu á einhvern hátt. Ég var búin að sjá þetta í App Store en þar sem…

  January 26, 2016
 • Letter Board by Letterfolk | Guðrún Vald. blog

  Stafaskilti frá Letterfolk

  -Eitt það flottasta sem ég hef séð lengi! Það hafa væntanlega allir tekið eftir því hvað alls konar texti er í mikilli tísku í innanhúss hönnun. Tilvitnanir tröllríða Instagram og Pinterest og stafrófsplaköt eru…

  January 20, 2016
 • Bedroom-Svefnherbergi | Gudrun Vald. blog

  Svefnherbergi tilbúið | Bedroom redecorated

  Var ég ekki búin að lofa því að sýna svefnherbergið þegar það væri loksins tilbúið? Ég skrifaði hérna um undirbúninginn fyrir breytingarnar, sem urðu svo töluvert meiri heldur en við ætluðum í upphafi. En…

  January 16, 2016
 • Dagbók fyrir 2016 - Bullet Journal | Guðrún Vald. blog

  Öðruvísi dagbók fyrir 2016

  Ég datt niður á þetta myndband um skipulagskerfi sem kallast Bullet Journal þegar ég var að leita mér að dagbók fyrir 2016. Mig vantaði bók þar sem ég gæti haft allt skipulag á einum stað;…

  January 8, 2016
 • Gefins 2016 Dagatal | Guðrún Vald. blog

  Gefins 2016 dagatal til að prenta

  Eruð þið búin að átta ykkur á því að það er alveg að koma 2016?! Ein vinkona mín var að segja mér frá því að hún væri ennþá með dagatal sem ég gerði fyrir…

  December 30, 2015
 • Jólakort frá Prentagram | Guðrún Vald. blog

  Langar þig í gjafabréf frá Prentagram?

  Eitt sem ég elska við hefðina að senda jólakort með mynd er að það gefur manni smá spark í rassinn að taka fleiri myndir. Ég er ekki búin að vera nógu dugleg að taka myndir á þessu ári,…

  December 18, 2015
 • Guðrún Vald. Opnunartilboð

  Guðrún Vald. vefverslunin er opin!!

  Má bjóða þér afslátt og fría heimsendingu á kertastjökunum mínum, Keili og Gíg? Loksins er vefverslunin mín opin á Guðrún Vald. og til að fagna þessum áfanga langar mig að gefa öllum á póstlista North Limited sérstakan vina…

  December 17, 2015
 • North Limited gjafaleikur

  Gjafaleikur North Limited

  Gjafaleikur: Við í North Limited ætlum að fagna aðventunni með því að gefa jólapakka fullan af íslenskri hönnun. Við ætlum að gefa einhverjum heppnum allar vörurnar á myndinni hér fyrir neðan. Það er til mikils að…

  December 11, 2015
 • Hylur Desk by Gudrun Vald. - 2015 London Design Awards Silver winner

  London Design Awards 2015

  Verðlaunahafar London Design Awards 2015 hafa verið tilkynntir og ég er svo ótrúlega stolt að North Limited hlaut ekki bara eitt heldur tvö verðlaun í ár! Við fengum silfur verðlaun fyrir skrifborðið mitt, Hyl…

  December 9, 2015