Sykur- og eggjalausir kleinuhringir | Sugar and egg free donuts

  July 4, 2015

  Sugar and egg free donuts | Guðrún Vald. blog

  Ég óska öllum amerísku vinum mínum gleðilegs þjóðhátíðardags. Og manninum mínum óska ég gleðilegs brúðkaupsafmælis. Við erum í dag búin að vera gift í heil sex ár! Og sjötta árið er víst sykurbrúðkaup og er það tileinkað sætindum og járni. Ég skellti því í nokkra svona mini kleinuhringi í gær fyrir daginn, sem eru reyndar bæði sykur- og eggjalausir. Við erum að reyna að minnka sykurneysluna og yngri sonur okkar er með eggjaofnæmi svo næstum allt sem ég baka er eggjalaust.

  Ég fékk uppskriftina upprunalega frá Sweet Little Bluebird en hef breytt henni aðeins síðan þá, en ég nota hana líka fyrir venjulegar kökur og cupcakes. Hún er yndislega mjúk og þú finnur engan mun á því að sleppa eggjunum.

  Innihald

  • 1 1/2 bolli hveiti
  • 3 msk kakóduft (má sleppa ef þú vilt ljósa kleinuhringi)
  • 1 bolli erythrol + stevia strásæta
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk lakkríssalt
  • 1 stk borðedik
  • 2 stk vanilludropar
  • 5 msk bráðið smjör
  • 1/2 bolli vatn
  • 1/2 bolli mjólk

  Aðferð

  Hitið ofninn í 160°c.

  Blandið þurrefnunum saman og gerið þrjár dældir í blönduna, tvær litlar og eina stærri. Hellið edik í eina dældina, vanilludropunum í aðra og smjörinu í þriðju og stærstu dældina. Hellið vatninu og mjólkinni yfir allt saman og hrærið vel.

  Bakið í miðjum ofninum þangað til þið getið stungið tannstöngli í einn kleinuhringinn og hann kemur hreinn út. Leyfið hringjunum að kólna og setjið uppáhalds kremið ykkar á þá.

  Namm!

   

  p.s. ég keypti kleinuhringjaform hjá Allt í köku. Það er mjög gaman að hafa þá svona litla því þá má maður borða fleiri. 😉


  I wish all my American friends a happy 4th of July! And I wish my husband a happy anniversary, we have now been married for 6 whole years! The sixth year is dedicated to sugar and iron, so I made a few of these mini donuts yesterday. Although I made them both sugar and egg free. We are trying to cut down on the sugar and one of our boys is allergic to eggs so almost everything I bake I need to make egg free. 

  This recipe is not mine, I got it from Sweet Little Bluebird originally but have ajusted it a little bit through trial and error. I use this same recipe also for regular cakes and cupcakes. It is very moist and you can’t taste the difference

  Ingredients

  • 1 1/2 cups flour 
  • 3 tbsp cocoa (you can skip this if you want for plain vanilla donuts)
  • 1 cup erythritol with stevia 
  • 1 tsp. baking soda
  • 1/2 tsp.  licorice-salt
  • 1 tsp. white vinegar
  • 2 tsp.  pure vanilla extract
  • 5 tbsp. butter, melted
  • 1/2 cup water
  • 1/2 cup milk 

  Directions

  Preheat oven to 350 degrees F.

  Mix the dry ingredients in a bowl and make 3 depressions in the mixed dry ingredients – two small, one larger. Pour vinegar in one depression, vanilla in the other and the melted butter in third larger depression.  Pour water and milk mixed together over all and mix well.

  Bake on middle rack of oven until a toothpick comes out clean.  Cool.  Top with your favorite frosting.  

  Yum!

  Donuts | Guðrún Vald. blog

 • Webshop | Guðrún Vald. blog

  Ný vefverslun | New webshop

  Ég er búin að vera að hanna og setja upp nýja heimasíðu fyrir sjálfa mig undanfarið. Og það sem ég er spenntust fyrir er að síðan verður líka netverslun svo það verður hægt að kaupa…

  July 1, 2015
 • Bedding inspiration | Guðrún Vald.

  Gómsæt rúmföt | Quality bedding

  Átt þú vönduð og góð rúmföt? Mig hefur alltaf langað til að eignast svona gæða sængur- og koddaver úr einhverju gúrmei efni sem er dásamlega mjúkt viðkomu, hnökrar ekki og heldur eiginleikum sínum þvott…

  June 28, 2015
 • Floor inspiration | Guðrún Vald.

  Undirbúningur fyrir breytingar | Svefnherbergi

  Það er búið að vera á dagskránni að taka svefnherbergið okkar í gegn síðan við fluttum inn í íbúðina okkar, og það eru komin heil átta ár síðan! Svo loksins erum við byrjuð að…

  June 20, 2015
 • IMG_8906

  Við elskum uppímóti!

  The Color Run hlaupið hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum á laugardaginn né allt litríka fólkið í miðbænum í kjölfarið. Ég hef aldrei áður tekið þátt í skipulögðu hlaupi en ákvað að skella…

  June 10, 2015
 • eames-saarinen-organic-chair-charles-and-ray-eames-vitra-4

  Starfsafmæli og stólablæti

  Fyrir nokkrum dögum átti ég víst 6 ára útskriftarafmæli frá vöruhönnunardeildinni í Listaháskólanum sem ég gleymdi að fagna. En í morgun ákvað ég að gefa mér, sem eina starfsmanninum í litla fyrirtækinu mínu, smá…

  June 5, 2015
 • eames-bird-3

  Eames House Bird

  Ég er forfallinn aðdáandi Charles og Ray Eames og þótt Eames House Bird hafi alls ekki verið hannaður af þeim hjónum situr hann samt á toppi óskalistans míns. Eames hjónin eignuðust upprunalega svona fugl á…

  June 2, 2015
 • Hylur desk by Gudrun Vald.

  Inspired by Iceland og Hylur

  Hafið þið séð nýju herferðina frá Inspired by Iceland? Þetta eru æðislegar auglýsingar þar sem nokkrir Guðmundar og Guðmundur bjóða fólki að spyrja sig spurninga á Facebook eða twitter um Ísland og Íslendinga og…

  May 6, 2015
 • 2015 Calendar | Guðrún Vald. blog

  Nýtt ár, ný verkefni og gefins dagatal

  Elsku vinir ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir síðustu árin hérna! 2014 var yndislegt og ótrúlega margt skemmtilegt sem gerðist bæði persónulega og í starfi. Ég fór til Parísar með manninum…

  January 10, 2015